Spurt og svarað

20. nóvember 2013

Af hverju má ekki lyfta þungu

Sælar kæru ljósmæður og takk fyrir frábæran vef!
Mér leikur forvitni á að vita af hvaða ástæðu ófrískum konum er ráðlagt frá því að lyfta þungum hlutum? Þ.e. er eitthvað sem getur gert sem getur skaðað konuna eða barnið? Mér hefur ekki tekist að finna svarið við þessu, heldur bara þessi týpísku ráð um að forðast að lyfta þungu. Takk aftur, Hildur
Sæl vertu HildurTakk fyrir spurningarnar.
Það er rétt að oft heyrist að þungaðar konur eigi ekki að lyfta þungum hlutum og jafnvel að það sé óæskilegt að æfa og þjálfa á meðgöngu. Hér eru ágætis leiðbeiningar um hreyfingu á meðgöngu frá Heilsugæslunni. Þar kemur vel fram að hreyfing er mikilvægur þáttur til að halda góðri heilsu á meðgöngu, ekki síður en í annan tíma. Það er hins vegar rétt að ítreka það sem stendur í leiðbeiningunum að vegna áhrifa meðgönguhormónana mýkjast liðbönd líkamans og því getur verið meiri hætta á meiðslum, eins og tognun, á meðgöngu. Þess vegna þarf að gæta vel að því hversu þungu maður lyftir, hvort heldur er í æfingum, eða í daglegu lífi, nota réttar starfsstellingar og beita líkamanum rétt. Fara kannski tvær ferðir í staðinn fyrir eina, ef verið er að bera kassa, eða minnka þyngdir í æfingum. Gott er að hlusta á líkamann og finna hvenær rétt er að hægja á sér, eða breyta um æfingar.

Gangi þér vel,
Björg Sigurðardóttir,
ljósmóðir,
20. nóvember 2013

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.