Spurt og svarað

13. desember 2010

Háir hælar

Var að skoða meðgöngudagatalið á síðunni og þar segir við 26.viku að ekki sé seinna vænna en að hætta að ganga á háum hælum! Hvað mælir á móti því að ganga á háum hælum við hátíðleg tækifæri ef maður treystir sér til?


Sælar!

Þetta er góð ábending hjá þér. Ég held að það sé bara ekkert sem mælir á móti því ef konan treystir sér til! Hugsunin á bak við þessa ráðleggingu sú að liðbönd eru slakari á meðgöngu og því hættara við tognun ef kona misstígur sig, jafnvægispunkturinn breytist líka þannig að það getur verið erfiðara að halda jafnvægi á háum hælum og svo er þetta auðvitað álag á mjaðmagrindina sem getur verið vont fyrir sumar konur.

Við höfum þetta í huga þegar farið verður í að endurskoða meðgöngudagatalið sem vonandi verður gert á næsta ári því við höfum fengið margar ábendingar um ýmislegt sem þar má betur fara.

Hælakveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. desember 2010.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.