Hamborgarhryggur soðinn uppúr rauðvíni

22.12.2006

Jæja!

Málið er það að nú verð ég hjá tengdamömmu minni um jólin og hún eldar hamborgarhrygginn þannig að hún sýður hann í blöndu af rauðvíni, tómatsósu og einhverju fleiru og ég var að spá hvort það sé óhætt fyrir mig að borða það þá? Gufar áfengið upp eða verð ég að sleppa þessu?Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er auðvitað erfitt að fullyrða en alkóhólið gufar fljótt upp og oftast er notað hlutfallslega lítið magn. Svo framarlega sem áfengisbragðið er ekki áberandi ætti ekki að vera hætta á ferðum.

Jólakveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. desember 2006.