Háreyðing með IPL laser á meðgöngu

06.08.2008

Sæl!

Ég hef verið í háreyðingu með laser og var að velta fyrir mér þar sem ég er orðin ófrískt núna hvort háreyðing með svokölluðu IPL ljósi hafi einhver skaðleg áhrif á fóstur.


Sæl og blessuð!

Það er dálítið mismunandi hvað sagt er um þetta en því er þó haldið fram að öruggt sé að nota Intensive pulsed light (IPL) á meðgöngu því að þessir ljósgeislar nái aðeins til húðarinnar en ekki dýpra og eigi því ekki að hafa áhrif á fóstur.

Þeir aðilar sem bjóða upp á svona meðferð ættu að geta svarað þessu með vissu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. ágúst 2008.