Spurt og svarað

03. janúar 2007

Hárlos og járn

Sælar!

Ég var að velta fyrir mér hvort að það væri í lagi að taka inn auka járn á
meðgöngu?? Er komin 6 vikur og 2 daga. Þannig er mál með vexti að hárið á
mér er algjör skelfing. Ég fer svoleiðis úr hárum að ég hef aldrei sé
annað eins, án gríns. Þannig að ég held að þetta sé járnskortur. Getur það
verið e-ð annað en það, er það allt í lagi?Sæl og blessuð!
Mér finnst nú ekki mjög líklegt að hárlosið stafi af járnskorti. Hárið á okkur, og vöxturinn á því fer í gegnum ákveðna fasa sem standa mislengi, og stundum förum við í gengum mikinn hárlosfasa, langoftast er það alveg eðlilegt, og hættir eftir svolítinn tíma.
Járntaka á meðgöngu er ráðlögð ef járnbirgðir konunnar eru lágar, en það er hægt að sjá með blóðprufu. Það er hins vegar alveg
óþarfi að taka járn ef maður þarf ekki á því að halda og það getur valdið aukaverkunum á meltingarfærin sem eru hvimleiðar.
Ég mundi því ráðleggja þér að bíða með að taka járn, þegar þú ferð í fyrstu mæðraskoðunina verður tekin úr þér blóðprufa og þá kemur í ljós hvort þú sért lág í járni og hvort þú þurfir að taka það inn aukalega. Þú skalt hins vegar endilega taka lýsi og
fólínsýru.

Gangi þér vel og vonandi minnkar hárlosið!
Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2.janúar, 2007.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.