Spurt og svarað

09. ágúst 2012

Harðar hægðir í lok meðgöngu

Hæhæ.
Ég er gengin 38v og 4d og er búin að vera með alveg svakalega harðar hægðir núna. Ég næ ekki að hafa hægðir nema kannski tvisvar sinnum í viku og það virðist ekkert virka til þess að reyna að mýkja þetta neitt. En það er ekki það sem ég ætlaði að spyrja um heldur langaði mér að vita hvort þetta gæti verið eitthver einkenni komandi fæðingu?.. ég hef heyrt að konur fái oft niðurgang rétt fyrir fæðingu, og var þá að pæla í hvort það væru svona svakalega harðar hægðir fyrst og svo tæki niðurgangurinn við af því? Með fyrirfram þökk, Hildur :)Sæl!
Það er rétt hjá þér að sumar konur fái niðurgang þegar þær eru að byrja í fæðingu, það er ein af leiðum líkamans til að undirbúa sig fyrir fæðingu og „gera meira pláss“, harðar hægðir sem sitja neðst í ristli geta teppt fæðingu og stundum er þörf á að nota úthreinsilyf til að losa um og auðvelda konunni ferlið. 
Harðar hægðir eru ekki einkenni um að þú sért að byrja í fæðingu og ekki undanfari niðurgangs að öllu jöfnu en það getur vissulega komið fyrir að fyrst komi harðlífi og svo niðurgangur. Nú veit ég ekki hvaða ráð þú hefur notað til að mýkja hægðirnar en ég mæli með að þú farir vel yfir það með ljósmóður í mæðraverndinni því það eru til mörg góð ráð sem auðvelt er að nota og eru oftast án óþæginda. Trefjarík fæða duga oft vel, t.d. má setja svolítið af All-bran út í ab-mjólk í morgunmat, borða sveskjur og drekka sveskjusafa og drekka vel af vökva svo eitthvað sé nefnt.  Nokkuð er til af hægðalyfjum sem óhætt er að nota á meðgöngu eins og t.d. magnesíum og sorbitol í venjulegum skömmtum.
Vona að þetta leysist fljótt.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. ágúst 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.