Af hverju skorðast börnin seinna á seinni meðgöngum?

22.06.2010

Hæ hæ!

Er vitað af hverju börn skorða sig yfirleitt síður eða mun seinna á seinni meðgöngum heldur en á fyrstu meðgöngu móður? Finnst þetta alveg rosalega heillandi og sérkennilegt fyrirbæri og finn ekkert ritað um ástæðurnar neins staðar.

Með kærri kveðju og þökk fyrir frábæran vef, Ein forvitin :)


Sæl og blessuð!

Helsta ástæðan er sú að það er meira pláss vegna þess að bæði legvöðvinn og kviðvöðvarnir eru slakari á síðari meðgöngum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júní 2010.