Spurt og svarað

29. júlí 2008

hCG í þvagi

Þannig er málið að ég hef verið mjög einkennileg undanfarnar vikur.. ef ekki mánuði.. (það er reyndar algengt, en það mikið að vinir mínir fóru að hafa orð á því) búin að vera föl, þreytt, illt í mjóbaki, sísvöng og þess háttar, tók þungungarpróf og það kom neikvætt, en var að pæla hvort það gæti verið að ég væri komin of langt til að HCG mælist en í þvagi? Hvað mælist það venjulega lengi í þvagi?

 


 Komdu sæl

Human Chorionic Gonadotropin eða hCG eykst hratt strax í byrjun meðgöngu og getur mælst í þvagi einni til tveim vikum eftir getnað.  Næstu 5 - 6 vikur eykst það enn meira og nær hámarki við 11 - 13 vikur.  Eftir það fer það hratt minnkandi og nær ákveðnu lágmarki við 20 vikurnar sem helst svo stöðugt eftir það. 

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.