Spurt og svarað

06. janúar 2009

Hefði ég átt að fara í hnakkaþykktarmælingu?

Sæl og takk fyrir mjög áhugaverðan og góðan vef.

Mig langaði að spyrja út í hnakkaþykktarmælinguna. Ég er að ganga með mitt fyrsta barn og er 24 ára. Ég ákvað að fara ekki í þessa mælingu, fannst á lækninum að honum þætti þetta óþarfi. Núna er ég komin á 15 viku og er enn að hugsa um þetta, finnst eins og ég hefði átt að fara og er með miklar áhyggjur. Mig dreymir drauma tengt þessu og er stanslaust að velta því fyrir mér hvort barnið mitt sé ekki heilbrigt og hvers vegna ég hafi ekki bara drifið mig. En núnar er það að sjálfsögðu of seint. Ég er að fara í fyrstu mæðraskoðun í næstu viku þar sem ekki var hægt að koma mér fyrr að (pantaði samt á 8 viku tímann). Hef því ekki getað rætt þetta við neinn og hugsa varla um annað. Er hægt að panta tíma og fara bara í sónar á þessum tíma, bara til að athuga hvort helstu líffæri sem eiga að vera mynduð séu til staðar? 

Kveðja, HL.


Sæl!

Hnakkaþykktarmælinguna er einungis hægt að framkvæma við 11-14 vikur, því ert þú komin of langt fyrir hana. Þér er boðið að koma við 20 vikur, þá er mjög gott að skoða fóstrið m.t.t. lífæragalla , fylgjustaðsetningar og reikna út væntanlegan fæðingardag. Mér þykir leitt að þér líði illa yfir að hafa ekki farið í hnakkaþykktarmælinguna, en ekki gleyma því að yfirgnæfandi líkur eru á því að þú gangir með heilbrigt barn. Við bjóðum þig velkomna við 20 vikur.

Kær kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
6. janúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.