Afbrýðisemi

04.12.2014
Góðan dag.
Við hjónin eigum von á okkar öðru barni á næsta ári eftir að hafa eignast heilbrigt barn fyrr á þessu ári. Það sem okkur langar að vita er hvort að barnið okkar sé orðið nægilega gamalt til að fatta hvað sé í vændum og/eða þegar systkinið kemur í heiminn að það komi fram afbrýðisemi hjá barninu. Þegar systkinið kemur verður barnið okkar orðið um 15 mánaða og enn frekar ungt. Það sem að er kannski mikilvægt að vita er að barnið er mjög félagslynt og fer auðveldlega í fangið á öðru fólki. Hvernig getum við undirbúið svona lítið barn undir þessi tímamót í lífi okkar allra?
 
 
Sæl vertu og til hamingju með þetta ríkidæmi. Það er einstaklingsbundið hversu mikil afbrýðisemi er út í yngra barnið. Góður undirbúningur skiptir máli og það virðist oft ganga betur því yngra sem barnið er þegar það eignast systkini þó að það sé alls ekki algilt. Læt hér fylgja með vefslóð sem ég vona að verði þér hjálpleg.  
http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=898
Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
4. des. 2014