Spurt og svarað

12. desember 2007

Heitreyktur lax

Komið þið sælar og kærar þakkir fyrir frábæran vef. Hann hefur svo sannarlega gefið mér svör við ótal spurningum sem upp hafa komið á þessum 26 vikum sem komnar eru á minni fyrstu meðgöngu. Þó er ein spurning sem ég hef ekki fundið svar við. Mikið er talað um að barnshafandi konur megi ekki borða reyktan, grafinn eða kaldreyktan lax á meðgöngu vegna hugsanlegrar sýkingarhættu. En hvað með heitreyktan lax? Er mögulega í lagi að borða hann? Hef heyrt að við heitreykingu fari hitastig upp í 70 til 90°. Gott væri að fá svör við þessu nú þegar jólin nálgast.

Bestu kveðjur, Bumbulína.


Sæl Bumbulína!

Samkvæmt upplýsingum frá Grími Ólafssyni, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun getur verið baktería í laxi sem nefnist Listeria monocytogenes sem getur valdið fósturláti. Við heitreykingu fer hitastig yfir 70° C og því ætti ekki að vera hætta ef önnur meðhöndlun er í lagi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. desember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.