Heitreyktur lax

12.12.2007

Komið þið sælar og kærar þakkir fyrir frábæran vef. Hann hefur svo sannarlega gefið mér svör við ótal spurningum sem upp hafa komið á þessum 26 vikum sem komnar eru á minni fyrstu meðgöngu. Þó er ein spurning sem ég hef ekki fundið svar við. Mikið er talað um að barnshafandi konur megi ekki borða reyktan, grafinn eða kaldreyktan lax á meðgöngu vegna hugsanlegrar sýkingarhættu. En hvað með heitreyktan lax? Er mögulega í lagi að borða hann? Hef heyrt að við heitreykingu fari hitastig upp í 70 til 90°. Gott væri að fá svör við þessu nú þegar jólin nálgast.

Bestu kveðjur, Bumbulína.


Sæl Bumbulína!

Samkvæmt upplýsingum frá Grími Ólafssyni, sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun getur verið baktería í laxi sem nefnist Listeria monocytogenes sem getur valdið fósturláti. Við heitreykingu fer hitastig yfir 70° C og því ætti ekki að vera hætta ef önnur meðhöndlun er í lagi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. desember 2007.