Spurt og svarað

11. janúar 2015

"nenni" ekki í vinnuna

Sæl.
Ég er komin 21 viku og ég finn endalaust fyrir þreytu og ég nenni ekki í vinnuna því mig langar bara til að sofa eða vera heima og gera ekkert. Ég er í 2 vinnum og hef alltaf verið rosalega dugleg manneskja og finnst því skrítið að ég "nenni" ekki vinnunni minni. Ég vinn á leikskóla og það er náttúrulega mikið álag þar. Hvað er best fyrir mig að gera til þess að komast uppúr þessu og "nenna" í vinnuna?Sæl og blessuð, já nú er úr vöndu að ráða. Það eru mjög miklar líkamlegar breytingar sem að eiga sér stað á meðgöngunni og mikið að gerast inni í þér svo að það er út af fyrir sig ekkert skrýtið að það reyni á og að þú sért þreyttari en annars. Ég mundi ráðleggja þér að tala við þína ljósmóður og fá úr því skorið að allt sé eðlilegt líkamlega og ef ekki finnst skýring á þessari þreytu þá að fara að skoða hvort að þú gætir mögulega verið með þunglyndi ef til vill tengt skammdeginu eða meðgöngunni. Það er mikilvægt að nota tímann sem eftir er af meðgöngunni til að vinna í að komast yfir þetta og vera komin í þitt eðlilega form þegar barnið fæðist.

með góðri kveðju
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. jan. 2015

 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.