Heyri illa á öðru eyra

23.02.2015

Sælar. Er algengt að konur fái eyrnabólgu á meðgöngu? Er búin að láta lækni kíkja á þetta og ég er búin að fara á sýklalyf sem virkaði ekki neitt, og fá dropa í eyrun og nefsprey og það virkar ekki neitt heldur. Þetta lýsir sér bara eins og það sé verið að halda fyrir annað eyrað á mér, enginn verkur, bara alveg heyrnarlaus öðru megin. Gæti þetta verið eitthvað tengt meðgöngunni? Er komin 22 vikur með mitt annað barn.

 
 Sæl og blessuð, nei þetta tengist ekki meðgöngunni. Þú ert trúlega með vökva í eyranu. Það getur tekið nokkuð langan tíma að losna við vökva og það er gott að nota nefspray til að forðast að nefið sé stíflað. Það getur líka verið óþægilegt að liggja alveg flatur því að þá getur komið þrýstingur í eyranu og óþægindi verða meiri. Hafðu því hátt undir höfðinu og á endanum lagast þetta. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
23.feb.2015