Hitakrem á meðgöngu

03.04.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mín fyrirspurn er einföld, mig langar að vita hvort það sé í lagi að nota hitakrem á meðgöngu? Þá er ég ekki að tala um Voltaren Emulgel frá Novartis heldur er ég að tala um Deep Heat rub sem inniheldur  mentholatum og fæst í flestum apótekum.

Takk fyrir.


Sæl/sæll!

Það er í góðu lagi að nota Deep Heat rub krem á meðgöngu. Það eru enginn innihaldsefni í þessu kremi sem þungaðar konur þurfa að forðast.

Kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. apríl 2008.