Spurt og svarað

07. október 2008

Hjartaómun af fóstri

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég er gengin 22 vikur með mitt fyrsta barn og gengur bara vel. Þegar ég fór í 20 vikna sónar var mér sagt að það væri í boði fyrir mig að fara í hjartaómun þar sem ég fæddist sjálf með opið milli hólfa. Hún sá ekkert óeðlilegt í sónarnum en við vildum láta athuga málið til að vera alveg viss. Ég á pantaðan tíma í þessum mánuði og var að velta því fyrir mér hvort þið gætuð frætt mig betur um þessa skoðun. Hvernig hún fer fram og hvar og einnig hvort þetta sé hluti af mæðravernd eða ber ég sjálf kostnaðinn? Vona að þetta sé ekkert til að vera smeyk við.

Með fyrirfram þökkum.


Sæl!

hjartaómun af fóstri er framkvæmd á sama hátt og 20 vikna skimunin sem þú fórst í. Hún er hins vegar framkvæmd af barnahjartalæknum sem skoða einungis hjartað og nota til þessi sérstakan ómhaus sem er minni en notaður er við 20 vikna ómunina. Skoðunin fer fram á Barnaspítala Hringsins á fyrstu hæð, og er þér að kostnaðarlausu.

Kær kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
7. október 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.