Hjartsláttur barns í móðurkviði

07.05.2009

Ég er komin með 31,5 vikur og fór nýlega í mæðraskoðun og þá kom í ljós að hjártslátturinn dettur niður. Hann er ekki eins og hann á að vera. En meðalhraðinn er fínn, hann er um 140 en hjartslátturinn missir takt eða dettur reglulega niður. Mér líður mjög ílla yfir þessu og hef mikilar áhyggjur ? Þær sögðu að þetta væri algengt, en svo er maður alltaf að heyra ljótar sögur sem hræða mann.

Ein áhyggjufull....

 


 

Komdu sæl.

Það er rétt að ljósmæður heyra svona af og til og lang oftast er allt í lagi með barnið.  Ef þú ert áhyggjufull er sjálfsagt fyrir þig að fara aftur til ljósmóðurinnar þinnar og fá að heyra hjartsláttinn aftur og ef hann er enn eins gæti hún sent þig í sónarskoðun af hjarta barnsins hjá barnahjartalækni.  Fyrsta skrefið er samt að tala við ljósmóðurina þína aftur.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. maí 2009.