Spurt og svarað

16. janúar 2015

Hjartveik mamma!

Sæl og blessuð :) Mér langar að vita hvort "gutl" eða  "óhljóð" í maganum fari að heyrast mikið þegar maður gengur með barn? Líka hvort aukin þvaglát verði á allra fyrstu vikum meðgöngunnar? Annað, er með verki undir vinstra brjóstinu og vinstra megin í hálsinum, finn mest fyrir þeim þegar ég anda djúpt inn, frekar óþægilegt. Er þetta bara eitthvað sem getur tengst hjartanu á meðgöngu, þetta eru sömu staðir og verkirnir eru þegar ég fæ vökva og bólgur í gollurshúsið en þetta er ekki það. Ég tek alveg eftir því þegar það kemur, fæddist með hjartagalla og mun alltaf vera með hann :) en vona að þú getir svarað þessu þar sem ég er frekar ung og langar að vita meir :) Kv hjartaveika mamman


Heil og sæl hjartveika mamma, jú það geta orðið aukin þvaglát á meðgöngu en ég kannast ekki við gutl í maganum. Reyndar hef ég heyrt sumar konur tala um það en ég veit ekki skýringu á því
Þú segist þú hafa hjartagalla. Það verða ýmsar líkamlegar breytingar á meðgöngu og álag á hjarta er aukið. Ég mundi því ráðleggja þér að spjalla við lækninn þinn um hvort eða hvaða einkennum þú getur búist við eða hvort þú þarft eitthvað sérhæfðara eftirlit í mæðravernd. Ég kannast ekki við verk undir brjósti eða í hálsi en vonandi getur læknirinn þinn leyst úr því. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16.jan. 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.