Hjartveik mamma!

16.01.2015

Sæl og blessuð :) Mér langar að vita hvort "gutl" eða  "óhljóð" í maganum fari að heyrast mikið þegar maður gengur með barn? Líka hvort aukin þvaglát verði á allra fyrstu vikum meðgöngunnar? Annað, er með verki undir vinstra brjóstinu og vinstra megin í hálsinum, finn mest fyrir þeim þegar ég anda djúpt inn, frekar óþægilegt. Er þetta bara eitthvað sem getur tengst hjartanu á meðgöngu, þetta eru sömu staðir og verkirnir eru þegar ég fæ vökva og bólgur í gollurshúsið en þetta er ekki það. Ég tek alveg eftir því þegar það kemur, fæddist með hjartagalla og mun alltaf vera með hann :) en vona að þú getir svarað þessu þar sem ég er frekar ung og langar að vita meir :) Kv hjartaveika mamman


Heil og sæl hjartveika mamma, jú það geta orðið aukin þvaglát á meðgöngu en ég kannast ekki við gutl í maganum. Reyndar hef ég heyrt sumar konur tala um það en ég veit ekki skýringu á því
Þú segist þú hafa hjartagalla. Það verða ýmsar líkamlegar breytingar á meðgöngu og álag á hjarta er aukið. Ég mundi því ráðleggja þér að spjalla við lækninn þinn um hvort eða hvaða einkennum þú getur búist við eða hvort þú þarft eitthvað sérhæfðara eftirlit í mæðravernd. Ég kannast ekki við verk undir brjósti eða í hálsi en vonandi getur læknirinn þinn leyst úr því. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16.jan. 2015