Spurt og svarað

12. febrúar 2007

Hlátursköst

Sæl og takk fyrir frábæra síðu.
ÉG hef eina fyrirspurn og hún tengist óvenjulega miklum hlátri á meðgöngu.
Ég er komin 20 vikur á leið og á þessari meðgöngu hef ég nokkru sinnum
fengið stórkostleg hlátursköst. ÉG hreinlega get ekki hætt að hlægja og er
eins og versta gelgja. Þetta er alls ekki leiðinlegt þvert á móti og
maðurinn minn hefur mjög gaman af þessari glaðværð:-) Langar að vita hvort
þetta geti ekki örugglega tengst auknu hormónaflæði líkamans? Það er þekkt
að konur fá grátköst út af engu á meðgöngu og er þá ekki jafn eðlilegt að
fá hlátursköst?Sæl og blessuð!

Mikið er ánægjulegt að heyra að það er svona gaman hjá þér!! Þetta er nú bara með skemmtilegri fyrirspurnum sem ég hef fengið ;)
Hormónarnir gera ýmislegt við tilfinningarnar á meðgöngunni, og það eru ekki bara hormónarnir heldur líka undirmeðvitundin sem hefur áhrif á það hvernig konum líður á meðgöngu. Konur átta sig mismikið á því, að á meðgöngu ( og sérstaklega á fyrstu meðgöngu) eru þær að undirbúa sig, ekki bara líkamlega heldur líka andlega, undir alveg nýtt hlutverk í lífinu. Þetta getur valdið rússíbana af tilfinningum. Glaðværð þín á sér væntanlega skýringar í báðum þessum þáttum, og mér finnst trúlegt að þú sért innilega ánægð með það að eiga von á litlu barni og hlakkir mikið til að fá það í heiminn, er það ekki ?
Njóttu þess að hlægja sem mest, ég er viss um að barninu líkar það jafn vel og þér !!


Gangi þér sem allra best

Halla Björg Lárusdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
12. febrúar, 2007.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.