Hlusta eftir tvíburum

30.06.2014
Hvenær getur ljósmóðir heyrt greinilega tvíburahjartslátt? Ég er búsett í Noregi og hérna er ekki boðið uppá snemmsónar, aðeins 17-18 vikna sónar. Ég fór að hugsa til þess að ef ég geng með tvíbura, er þá möguleiki að ljósmóðirin geti greint það þegar hún hlustar eftir hjartslætti. Ég fer í fyrstu skoðunina hjá henni þegar ég er komin 15 vikur.Komdu sæl.
Ómskoðun er eina áreiðanlega aðferðin til þess að greina tvíburameðgöngu. Það er möguleiki á að heyra tvo hjartslætti en það er oft mjög erfitt að greina það. Ef það eru tvíburar í fjölskyldunni, ljósmóðirin metur að legið þitt sé stærra en áætlaður fæðingardagur segir til um eða að þú hefur til dæmis verið með alvarlega morgunógleði eru það vísbendingar um það að þú gangir með tvíbura. Ef þú hefur áhyggjur af þessu skaltu ræða það við ljósmóðurina þína og hún getur þá skoðað þessa þætti og metið út frá þeim hvort þú þurfir þá að fara fyrr í sónar.
Gangi þér vel.


Kær kveðja,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. júní 2014.