Spurt og svarað

26. febrúar 2008

Hnakkaþykktarmæling og blóðprufa - bý erlendis

Ég er nýlega þunguð og stödd erlendis. Hér er ekki boðið upp á hnakkaþykktarmælingu eða blóðprufurnar sem fylgja til líkindareiknings á litningagöllunum. Mig vantar töluvert af upplýsingum varðandi þessar rannsóknir til þess að hafa upp á læknastofu sem framkvæmir þær.

  1. Hver eru klínísku heitin á rannsóknunum?  Latína væntanlega...eða hvað?
  2. Hvað er mælt í blóðprufunum?
  3. Hafa fyrri blóðprufur eitthvað að segja varðandi líkingareikningana (þetta er ekki mitt fyrsta barn)? Læknirinn minn hér er strangtrúaður og heldur því fram að ef líkindareikningurinn hafi verið fínn á síðasta barni fyrir 2 árum, sé hann sjálfkrafa fínn núna. Er ekki sér blóðprufa á hverri meðgöngu?  (Hef hann grunaðan um að reyna að komast hjá þessari rannsókn af trúarástæðum.)
  4. Ef downs heilkenni er í fjölskyldunni, 3ja ættlið, eru þá ekki auknar líkur á þessum litningagalla hjá mér?  Er það reiknað inn í jöfnuna?


Sæl!

Þessi fósturskimun kallast á ensku nuchal scan eða down screening at 11-14 weeks, nuchal scan með blóðprufu kallast combined risk calculation. Þú getur fengið upplýsingar um þessa skimun inn á vefsíðunni www.fetalmedicine.com.

Það er þitt val að fara í svona skimun og er hún í boði fyrir allar konur hér sem það kjósa og eins er í Englandi. Ekki láta kaþólskan lækni stoppa þig af ef þetta er það sem þú vilt fá gert.

Gangi þér vel.

Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri á Fósturgreiningardeild LSH,
26. febrúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.