Spurt og svarað

17. desember 2007

Hnetusteik um jólin

Ég er komin 2 mánuði á leið. Má ég borða hnetusteik um jólin?


Sæl og blessuð!

Hnetusteik inniheldur ýmis konar grænmeti, olíur, mjöl, krydd og að sjálfsögðu ýmis konar hnetur. Sósa sem oft er borðuð með inniheldur oft smjör, rjóma, sveppi, krydd o.fl., sjá t.d. uppskrift úr Gestgjafanum.

Barnshafandi konum hér á landi hefur almennt ekki verið ráðlagt að sleppa neinu af því sem hnetusteikin inniheldur en það er þó rétt að taka það fram að í Bretlandi er ákveðnum hópi kvenna ráðlagt að borða ekki jarðhnetur á meðgöngu og meðan þær hafa barn á brjósti. Þessum hópi tilheyra konur sem eru sjálfar með ofnæmi, astma eða exem, barnsfaðir er með ofnæmi, astma eða exem eða eldri börn foreldranna eru með ofnæmi, astma eða exem. Þetta er ráðlagt vegna þess að sumir telja að örsmá prótein jarðhnetunnar geti komist yfir fylgjuna og þannig aukið líkur á ofnæmi hjá barninu síðar meir. Annars konar hnetur eru taldar öruggar, þar með taldar brasilíuhnetur, heslihnetur, valhnetur og kasjúhnetur.

Hnetukveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. desember 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.