Hnútur undir handarkrika

03.02.2007

Sælar og takk fyrir góðan vef hann hefur komið mér mikið að notum undanfarna mánuði. En ég er með eina spurningu. Nú er ég komin 38 vikur og er með einhvern hnút undir handakrikanum og ég er að velta því fyrir mér hvort þetta geti verið stiflaður mjólkurkirtill og hvað get ég gert til að losa stifluna?

Með fyrir fram þökk..
Sæl, það er erfitt að segja hvað þetta getur verið án þess að skoða þetta. Líkurnar á því að mjólkurkirtill stíflist eru litlar sem engar - ég þekki ekkert dæmi um slíkt fyrir fæðingu. Þetta getur verið mjólkurkirtill, það er þekkt að mjólkurkirtlar séu í handarkrikanum án þess að það séu opin göng út á húð.  Þeir geta bólgnað upp fljótlega eftir fæðingu og valdið
stálma - en bólgan hjaðnar oftast eftir nokkra daga. Stundum þarf að leggja kalda baksra við bólguna og jafnvel að taka verkjalyf - ef það koma verkir.  Ég ráðlegg þér að biðja ljósmóðurina þína í mæðraskoðun að skoða þetta eða ef þú getur fengið viðtal hjá brjóstagjafaráðgjafa. 

Gangi þér vel,

Ingibjörg Eiríklsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi. 
03.02.2007.