Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og Bowen á meðgöngu

26.09.2007

Sælar og takk fyrir frábæran upplýsingavef.
Mig langar að forvitnast um það hvort að ófrískum konum sé óhætt að fara í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og eins í bowen meðferð hjá Bowen tæknum?
Kveðja
lesandi


 

Komdu sæl

Það er alveg í lagi að fara í svona meðferðir á meðgöngu og getur hjálpað við ýmsum kvillum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26.09.2007.