Spurt og svarað

16. nóvember 2014

Högg á bumbu

Sælar.
Ég er komin 17 vikur á leið. Áðan lá ég upp í rúmi þegar 6 ára sonur minn stekkur til mín og ætlar að gefa mér rækilegt knús. Það vill þó ekki betur til en hann misreiknar sig og lendir með hendina, og allan sinn þunga beint á bumbunni. Ég er farin að finna finna fósturhreyfingar annað slagið, og það leið c.a. hálftími þangað til ég fann eitt gott spark, svo krílið er ómeitt. Ég finn samt smá seiðing öðru meginn í kúlunni núna, ekki beint verk, en óþægindi. Ætti ég að hafa sambandi niðrá kvennadeild og láta kíkja á þetta eitthvað.
Ein pínu áhyggjufull


Sæl og blessuð,
Högg a bumbuna eru í langflestum tilfellum meinlaus. Barnið er mjög vel varið. Ef að legið/bumban er mjúk og barnið hreyfir sig þarftu ekki að hafa þungar ahyggjur. Ef að þú ferð að hafa viðvarandi verki (ekki óþægindi) ættir þú að hafa samband.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.