Spurt og svarað

30. desember 2011

Áfengisneysla og mataræði þegar möguleiki er á þungun

Góðan daginn!

Mig langar að senda ykkur spurningu um tímabilið frá því þungun getur orðið og þar til næstu blæðingar hefjast eða hefjast ekki. Mælið þið með því að konur hegði sér á einhvern hátt öðruvísi þegar þær bíða staðfestingar á því hvort þungun hafi orðið? Mælið þið t.d. með að konur drekki ekki áfengi þessa daga eða sleppi því að borða sushi? Það er náttúrulega lítið spennandi að gera þetta mánuð eftir mánuð ef það gengur hægt að búa til barn. En svo fær maður skilaboð um að gera allt bara eins og venjulega og ekki stressa sig en samt finnst manni rangt að gera það sem maður veit að óléttar konur eiga ekki að gera ef kannski er lítið líf að kvikna. Þetta eru skrýtnar tvær vikur og þetta tvennt togast á í manni. Hvað segja sérfræðingarnir?


Sæl og blessuð!

Við mælum að sjálfsögðu með því að reyna að lifa eins heilbrigðu lífi og hægt er þegar nýtt líf er að kvikna enda vitum við að áfengi og vímuefni geta dregið úr frjósemi og aukið hættuna á fósturláti. Það þarf svo hver og ein kona að svara fyrir sig hvað hún er tilbúin að gera. Ég get hins vegar ekki séð ástæðu til að breyta matarvenjum á þessu tímabili.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. desember 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.