Hormónabumba

29.03.2010

Hæ.

Ég tók óléttupróf og samkvæmt reikningum frá þessari síðu þá ætti ég að vera komin á tíundu viku. Ég er að fara í fyrstu skoðunina mína á bráðlega þannig að ég hef ekki haft tækifæri til þess að spyrja sérfræðing að
þessu.  Ég er með frekar mikla bumbu sem fólk tekur vel eftir en hún er ekki hörð ég get alveg dregið hana inn en þá verður mér bara illt.  Allavega hefur fólk sagt mér að ég sé með hormónabumbu.  Spurningin mín er sem sagt " Hvað er hormónabumba? "

Vona innilega að mér sé svarað.

Takk fyrir Embla Ósk


Komdu sæl Embla Ósk

Ég hef aldrei heyrt um hormónabumbu en það er rétt að á fyrstu vikum meðgöngu er mikið hormónaflæði í gangi.  Ég hef þó aldrei heyrt að það sé það sem stjórni því hversu stór bumban er á þessu tímabili.

Það sem getur haft áhrif á stærð bumbunnar er t.d. hæð konunnar, þyngd konunnar, hve sterkir kviðvöðvarnir eru, hvort um fyrsta barn er að ræða eða seinni börn, hversu fött konan er og hversu mikið hana langar til að láta sjást á sér.

En allavega þá er stærð bumbunnar mjög einstaklingsbundin á þessu tímabili.

Vona að þetta svari spurningunni þinni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
29. mars 2010.