Spurt og svarað

17. desember 2007

Hörð kúla og minni

Sælar verið þið og kærar þakkir fyrir góðan vef, hingað kíki ég inn allavega einu sinni á dag. Ég er gengið 34 vikur og þetta er þriðja meðgangan mín.
Mín fyrirspurn varðar skorðun, fyrirvaraverki og minni bumbu. Þannig er það að mér finnst kúlan mín hafa minnkað og það talsvert. Einnig hef ég verið með harða kúlu í allan dag og í gærkveldi líka, samt hef ég hvílt mig mikið. Ég finn miklar hreyfingar hjá barninu en samfara því að kúlan sé svona hörð og sperrt einhvern vegin að þá fæ ég væga túrverki og líkt og sviðatilfinningu neðst í magann. Mér líður dáldið eins og vatnið hafið allt í einu minnkað og að ég geti fundið mun betur fyrir barninu. Ég er bara að spá hvort þetta sé allt venjulegt, að kúlan sígi svona rosalega og minnki einnig til hliðana og hvort að eðlilegt sé að samdrættir séustanslausir allan daginn??

kveðjaSælar og takk fyrir að leita til okkar

 
Þegar líða fer að lok meðgöngu fer legið að undirbúa sig undir fæðingu og konan fer að finna fyrir samdráttum.  Það að kúlan skuli harðna er merki um að legið sé að undirbúa sig.  Hins vegar mætti krílið fá að vera soldið lengur í kúlunni og þetta ferli ætti ekki að vera í miklum undirbúningi á þessum tíma.  Það að hvíla sig er fyrsta meðferð og ef það dugar ekki þá borgar sig að láta ljósmóður kíkja á sig.  Barnið gæti verið búið að skorða sig ef kúlan er sigin en legvatnið ætti ekki að vera farið að leka eða að minnka, ef svo er þarftu þá að leita á fæðingadeild.  Þar ertu sett í monitorrit og jafnvel í sónar til að kanna hvernig krílið hafi það og hvort legvatn sé farið að minnka eða rof sé komið á belgi.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað þó liðnir séu nokkrir dagar frá því þú skrifaðir okkur

Bestu kveðjur

Steina Þórey Ragarsdóttir ,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
17.deswmber 2007.

a

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.