Hot yoga

11.01.2015

Hæ.
Ég er ný orðin ólétt og langar að vita hvort það sé í lagi að fara í Hot jóga og aðra tíma sem eru í heitum sal? Ég veit að það er ekki gott að fara í heitan pott svona snemma á meðgöngunni þess vegna spyr ég. kv. Helga


Sæl Helga, ég fann engar vísindalegar rannsóknir sem fjalla um þetta. En það er almennt ekki mælt með því að stunda hot yoga á meðgöngu, það getur ýtt undir ofþornun og hækkað þinn líkamshita og þá einnig hjá fóstrinu. Sérstaklega er talað um að forðast ofhitnun á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar.

Gangi þér vel og bestu kveðjur
Áslaug Valdsóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. jan. 2015