Hot Yoga á meðgöngu

13.10.2009

Góðan dag.

Mig langar að vita hvort það sé í lagi að stunda Hot Yoga á meðgöngu. Hef heyrt að heitir pottar séu ekki góðir nema í stutta stund í einu. Salurinn í Hot Yoga er hitaður upp þannig að inni myndast töluverður hiti og fólk svitnar alveg svakalega. Tíminn stendur í eina klukkustund.

Veist þú eitthvað um þetta?

Kveðja, Helga.


Sæl Helga!

Eflaust eru eitthvað skiptar skoðanir á þessu en það er yfirleitt ekki mælt með því að konur stundi Hot Yoga á meðgöngu því það getur hækkað kjarnhita líkamans of mikið. Ráðlegg þér að fara í annars konar jóga tíma á meðgöngunni. Þú getur fengið góð ráð frá jógaleiðbeinandanum um hvaða stöður eru heppilegar og hvaða stöður ber að forðast. Svo er meðgöngujóga auðvitað alveg tilvalið.

Jógakveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunafræðingur,
13. október 2009.

Heimild: http://yoga.about.com/od/prenatalyoga/a/firsttrimester_2.htm