Spurt og svarað

13. október 2009

Hot Yoga á meðgöngu

Góðan dag.

Mig langar að vita hvort það sé í lagi að stunda Hot Yoga á meðgöngu. Hef heyrt að heitir pottar séu ekki góðir nema í stutta stund í einu. Salurinn í Hot Yoga er hitaður upp þannig að inni myndast töluverður hiti og fólk svitnar alveg svakalega. Tíminn stendur í eina klukkustund.

Veist þú eitthvað um þetta?

Kveðja, Helga.


Sæl Helga!

Eflaust eru eitthvað skiptar skoðanir á þessu en það er yfirleitt ekki mælt með því að konur stundi Hot Yoga á meðgöngu því það getur hækkað kjarnhita líkamans of mikið. Ráðlegg þér að fara í annars konar jóga tíma á meðgöngunni. Þú getur fengið góð ráð frá jógaleiðbeinandanum um hvaða stöður eru heppilegar og hvaða stöður ber að forðast. Svo er meðgöngujóga auðvitað alveg tilvalið.

Jógakveðjur,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunafræðingur,
13. október 2009.

Heimild: http://yoga.about.com/od/prenatalyoga/a/firsttrimester_2.htm

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.