Spurt og svarað

27. desember 2014

Hrá egg

Góðan dag.
Mig langar að forvitnast  um áhættuna við að borða hrá egg á meðgöngu. Þekkið þið, eða getið þið komist að því, hver tíðni salmonellu sýkinga á Íslandi er vegna neyslu á hráum eggjum?


Sæl og blessuð,
það er ekki mælt með neyslu hrárra eggja á meðgöngu, vegna hættu á salmonellu sýkingu. Nú er hægt að kaupa gerilsneydd egg í sumum verslunum og borgar sig að halda sig við þau ef borða á hrá egg á annað borð. Við vitum ekki hver tíðni salmonellu sýkinga er enda er hún rokkandi og hafa komið upp faraldrar öðru hvoru. 1996 kom upp nokkuð stór faraldur vegna hrárra eggja í rjómabollum á bolludaginn.


                       

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26.des.2014

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.