Hrá egg

27.12.2014

Góðan dag.
Mig langar að forvitnast  um áhættuna við að borða hrá egg á meðgöngu. Þekkið þið, eða getið þið komist að því, hver tíðni salmonellu sýkinga á Íslandi er vegna neyslu á hráum eggjum?


Sæl og blessuð,
það er ekki mælt með neyslu hrárra eggja á meðgöngu, vegna hættu á salmonellu sýkingu. Nú er hægt að kaupa gerilsneydd egg í sumum verslunum og borgar sig að halda sig við þau ef borða á hrá egg á annað borð. Við vitum ekki hver tíðni salmonellu sýkinga er enda er hún rokkandi og hafa komið upp faraldrar öðru hvoru. 1996 kom upp nokkuð stór faraldur vegna hrárra eggja í rjómabollum á bolludaginn.


                       

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26.des.2014