Hrár kjúklingur

14.06.2012

Sæl

Ég er á 24. viku, ég fékk hráan kjúkling á laugardaginn það var búið að setja hann á grillið en afar stutt. Hann var eins og tyggjó og alveg bleikur inní, ég tók ekki eftir því strax. Morguninn eftir fékk ég rosalega illt í magann krampa og maginn rosalega harður það var best að liggja í fósturstellingunni. Það lagaðist svo aðeins en ég svaf illa um nóttina og fékk svo aftur rosalega illt í magann daginn eftir, ég svaf illa næstu nætur vegna mikillar óþæginda í maganum einnig verður mér ofsalega heitt og fæ svitaköst. Það eru liðnir 4 dagar og um morguninn kastaði ég upp og veit ekki hvort að það sé vegna svefnleysis eða matarins. Getur verið að ég hafi fengið matareitrun, getur þetta valdið fósturskaða eða haft áhrif á barnið á einhvern hátt?

Með fyrirfram þökk.
Sæl!

Einkennin sem þú lýsir geta öll bent til matareitrunar, af þeim að dæma tel ég líklegt að þú hafir fengið matareitrun og ráðlegg þér að leita læknis hið fyrsta.

Hvort matareitrun geti valdið fósturskaða er erfitt að segja til um og fer það eftir bakteríunni sem matareitruninni veldur, þekkt er að listería, geti valdið fósturskaða.

Til frekari fróðleiks um mat á meðgöngu og meðhöndlun matvæla bendi ég á bæklinginn matur og meðganga.


Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

14. júní 2012