Spurt og svarað

28. febrúar 2015

Hráskinka í lagi eða ekki?

Sælar. Ég er komin 10 vikur og mig langar svo hrikalega mikið í hráskinku, ég borðaði hana öðru hverju á síðustu meðgöngu. Það er ekkert talað um hana í bæklingnum um mataræði á meðgöngu. Er mér óhætt að borða hana?

 

Heil og sæl, já það er rétt að það er ekki sérstaklega talað um hráskinku, en í breskum leiðbeiningum um mataræði á meðgöngu er talað um að óhætt sé að borða hana. Hráskinka er söltuð og þurrkuð en ekki soðin og er því eins og nafnið gefur til kynna hrá. Strangt tekið á ekki að borða hrátt og illa steikt kjöt á meðgöngu þar sem það er pínulítill möguleiki á því að fá matarsýkingu/eitrun þar sem það alvarlegasta fyrir barnið væri sýking sem kallast listeriosis. Þú sjálf mundir líkast til varla taka eftir sýkingunni. Ég vil ítreka það að hættan á þessu er mjög lítil. Það er í lagi að borða hráskinku ef hún hefur verið gegnhituð vel svo sem eins og ofan á pizzu. Vona að þetta skýri málið aðeins. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.feb.2015
 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.