Hrefnukjöt

10.08.2009

Mig langar að spyrjast fyrir um það hvort það sé óhætt að neyta hrefnukjöts á meðgöngu og einnig hvort óhætt sé fyrir 20 mánaða barn að borða slíkt?

Takk fyrir

 


Góðan dag.

Hrefnukjöt má borða af og til en ekki er ráðlagt að neyta þess oftar en tvisvar í viku.

20 mánaða barn má borða hrefnukjöt nema um ofnæmi sé að ræða sem aftrar því.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
10. ágúst 2009.