Hreindýrakjöt

15.11.2010

Mig langaði til að spyrjast aðeins fyrir um hreindýrakjöt hjá ykkur. Við í fjölskyldunni erum vön að borða hreindýr frekar reglulega og þá er kjötið eldað yfirleitt við u.þ.b. 52°C í ofni. Er óhætt að borða kjötið svona, hvaða hættur geta skapast af kjöti eins og þessu ef það er illa eldað, og við hvaða hitastig er miðað til að kjöt teljist alveg eldað? Ég er komin tæpar 12 vikur á leið og hefði áhuga á að vita þetta eins og fyrir jólin sem eru á næsta leiti ;)

Með fyrirfram þökk.

Sæl og blessuð!

Það er í góðu lagi að borða hreindýrakjöt á meðgöngu svo framarlega sem það er ekki hrátt (miðað við að hita yfir 75° C).

Kær kveðja,
Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15.nóvember 2011