Spurt og svarað

15. nóvember 2010

Hreindýrakjöt

Mig langaði til að spyrjast aðeins fyrir um hreindýrakjöt hjá ykkur. Við í fjölskyldunni erum vön að borða hreindýr frekar reglulega og þá er kjötið eldað yfirleitt við u.þ.b. 52°C í ofni. Er óhætt að borða kjötið svona, hvaða hættur geta skapast af kjöti eins og þessu ef það er illa eldað, og við hvaða hitastig er miðað til að kjöt teljist alveg eldað? Ég er komin tæpar 12 vikur á leið og hefði áhuga á að vita þetta eins og fyrir jólin sem eru á næsta leiti ;)

Með fyrirfram þökk.

Sæl og blessuð!

Það er í góðu lagi að borða hreindýrakjöt á meðgöngu svo framarlega sem það er ekki hrátt (miðað við að hita yfir 75° C).

Kær kveðja,
Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
15.nóvember 2011

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.