Hreiðurblæðing

29.10.2007

Ég veit allt um hreiðurblæðinguna sjálfa og hvenær hún kemur. En spurning mín er þessi - hversu lengi varir hún?  Ég er með smá blæðingu sem hefur varað í 4 daga. En bara rétt sem kemur í klósettpappírinn og aðeins í nærbuxurnar.Mér heyrist það vera alveg eðlilegt.  Hreiðurblæðing er eins og aðrar blæðingar mjög einstaklingsbundnar en getur alveg verið í nokkra daga og allt uppundir viku, en svona lítil eða miklu minni en venjulegar tíðablæðingar.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. oktober 2007.