Spurt og svarað

20. nóvember 2006

Hreyfing á tvíburameðgöngu

Hæ, hæ!

Ég æfði 6 sinnum í viku áður en ég varð ófrísk, en er nú komin tæpar 9 vikur á leið og geng með tvíbura. Ég fer í leikfimi núna 3-5 sinnum í viku, þar sem ég lyfti 3 sinnum í viku hjá einkaþjálfar og geng svo á bretti í u.þ.b. 15 mín. Síðan reyni ég að mæta einu sinni til tvisvar í viðbót og geng þá á bretti eða hjóla smá, yfirleitt get ég ekki meir en 30 mín vegna þreytu.

Spurningin mín er, þarf ég eitthvað að minnka æfingarnar eða breyta fyrst ég geng með 2 en ekki eitt. Er það ekki sama reglan og með 1 þ.e. að hlusta á líkamann og ofgera sér ekki?

Kær kveðja, Kristín.


Sæl og blessuð!

Jú hreyfing er mjög góð - eins og þú segir sjálf - best er að fara eftir eigin tilfinningu með hvað úthaldið þitt leyfir. Eftir því sem líður á meðgönguna þá finnur þú að þolið minnkar vegna þess að það er meiri bruni í líkamanum með tvíbura, þá minnkar þú æfingarnar í samræmi við það.

yfirfarið 29.10.2015

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.