Hreyfing á tvíburameðgöngu

20.11.2006

Hæ, hæ!

Ég æfði 6 sinnum í viku áður en ég varð ófrísk, en er nú komin tæpar 9 vikur á leið og geng með tvíbura. Ég fer í leikfimi núna 3-5 sinnum í viku, þar sem ég lyfti 3 sinnum í viku hjá einkaþjálfar og geng svo á bretti í u.þ.b. 15 mín. Síðan reyni ég að mæta einu sinni til tvisvar í viðbót og geng þá á bretti eða hjóla smá, yfirleitt get ég ekki meir en 30 mín vegna þreytu.

Spurningin mín er, þarf ég eitthvað að minnka æfingarnar eða breyta fyrst ég geng með 2 en ekki eitt. Er það ekki sama reglan og með 1 þ.e. að hlusta á líkamann og ofgera sér ekki?

Kær kveðja, Kristín.


Sæl og blessuð!

Jú hreyfing er mjög góð - eins og þú segir sjálf - best er að fara eftir eigin tilfinningu með hvað úthaldið þitt leyfir. Eftir því sem líður á meðgönguna þá finnur þú að þolið minnkar vegna þess að það er meiri bruni í líkamanum með tvíbura, þá minnkar þú æfingarnar í samræmi við það.

yfirfarið 29.10.2015