Spurt og svarað

12. nóvember 2014

Hreyfing og tvíburameðganga

Hæ,
Mig  langar aðeins að forvitnast í sambandi við "ræktina" eða hreyfingu á meðgöngu.
Geng með tvíbura komin rúmar 14 vikur á leið, ég var reglulega í ræktinni þar til í ágúst. Langar að fara af stað aftur nú þegar mesta ógleðin er gengin yfir en er að velta fyrir mér hvað ég má geta og hvað ekki?
Með fyrirfram þökk.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Hreyfing á meðgöngu hefur góð áhrif og eykur vellíðan en þó verður að hafa skynsemi að leiðarljósi þegar hreyfing er valin. Bandarísk samtök fæðingalækna (ACOG) ráða konum í tvíburameðgöngu frá mjög erfiðum æfingum. Gönguferðir, sund og jóga henta vel. Líkast til minnkar úthald þitt og þörf fyrir hvíld eykst þegar líður á meðgönguna. Þú skalt hlutsta vel á líkama þinn og varast æfingar sem valda vanlíðan eða verkjum. Gangi þér vel.  

Bestu kveðjur

Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
 
 


 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.