Áhætta á meðgöngu og flug

31.01.2011

Góðan daginn.

Mig langar að spyrja um flug á meðgöngu, ég hef lesið fyrri fyrirspurnir en ég er í áhættuhópi með að fá skyndilegt fósturlát vegna skorts á vaxtar og skjaldkirtilshormóni. Ég tek lyf og hef það fínt en velti fyrir mér hvort það sé meiri áhætta fyrir mig að fljúga? Ég flaug þegar ég var 4vikur og aftur þegar ég var rúmar 7v og allt í góðu.

Bestu kveðjur
Komdu sæl.

Ég sé nú ekki í fljótu bragði hvernig flug ætti að vera þér hættulegra en öðrum konum en ég ráðlegg þér að ræða þetta við lækninn þinn sem veit meira um þitt sjúkdómsástand.

Kveðja

Rannveig B. Ragnardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. janúar 2011.