Spurt og svarað

22. ágúst 2011

Hreyfingar

Maður hefur heyrt að hreyfingar aukist smám saman, en minnki svo þegar barnið hefur minna pláss til að hreyfa sig. Hvenær á meðgöngu finnur móðir fyrir mestum hreyfingum hjá barninu?Eftir tuttugustu viku á verðandi móðir að geta fundið fyrir hreyfingum barnsins síns alltaf þegar hún einbeitir sér að því.  Þá á að vera hægt að finna 10 hreyfingar á 2 klukkustundum.  Hreyfingarnar verða sterkari eftir því sem barnið vex en eftir ca 30 vikna meðgöngu fara flestar að finna aðeins mýkri hreyfingar.

Þó er þetta mjög einstaklingsbundið og fer líka eftir því hvar fylgjan er staðsett í leginu.  Flestar konur finna mest þegar þær eru að fara að hvíla sig en það er ekki endilega vegna þess að barnið hreyfi sig mest þá heldur taka þær mest eftir því á þeim tíma.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
22. ágúst 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.