Hrotur

18.01.2012

Góðan dag.

Mig langar að vita hvort það séu til lausnir fyrir mjög miklum hrotum á meðgöngu?


Góðan dag.

Helstu lausnirnar eru að liggja á hliðinni, hafa hátt undir höfði og passa upp á þyngdaraukninguna.  Hinsvegar má líka reyna nefklemmu eða að hafa rakatæki í svefnherberginu.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. janúar 2012.