Hryggskekkja

13.09.2012
Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef.
Mig langar að spyrjast fyrir um fóstur með hryggskekkju. Hvað þýðir það? Hjartað er í lagi, en einungis eitt nýra. Þetta kom í ljós í 20 vikna sónar, en hryggskekkjan strax í 12 vikna sónar. Ég get bara engan veginn áttað mig á hvað þetta þýðir né hve alvarlegt þetta gæti verið. Með von um góð svör.
Vinkona
Sæl!
Ég mæli eindregið með að þú leitir eftir ráðgjöf og upplýsingum hjá þeim sem gerðu þessa greiningu á fóstrinu. Hryggskekkja hefur ekki verið greind hjá okkur á Landspítalanum við 12 vikur, það er ekki hægt að svara því hvað þetta þýðir fyrir fóstrið nema að hafa meiri upplýsingar.
Hryggskekkja greinist ekki oft á fósturstigi og getur verið frá því að hafa lítil áhrif í að vera alvarlegt vandamál.


Kveðja,
María J. Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild.