Húðslit á meðgöngu

19.10.2006


Ef maður slitnaði ekki með 1 barn, er ólíklegt að maður slitni með næstu
Sæl og blessuð!

Það eru aðallega tveir þættir sem segja til um hversu líklegar konur eru til að slitna á meðgöngu,
Í fyrsta lagi er það húðgerð þeirra, og þetta er þáttur sem er erfitt að segja til um fyrr en á reynir.
Í öðru lagi er það hversu mikið þær þyngjast eða fitna á meðgöngunni.
Ef þú hefur ekkert slitnað á fyrstu meðgöngu þá hefur þín húðgerð greinilega þolað það þan sem varð þá og gerir það þá langlíklegast aftur.
Ef þú myndir hins vegar fitna meira á þessari meðgöngu en þeirri fyrstu þá gætir þú hugsanlega slitnað.


Gangi þér vel

yfirfarið 28.10.2015