Hvað á að gera varðandi þungun?

27.03.2015

Daginn, ég er algerlega ný í þessu og veit ekkert hvernig á að haga málum varðandi þungun. Samkvæmt mínum útreikningi á ég að vera komin 11 vikur sem ég hef bara fengið staðfest með þungunarprófi. Þarf ég að láta lækni staðfesta þungun áður en farið er í mæðraskoðun? Og eins langar mig til þess að vita hvað það kostar að fara í mæðraskoðun.

 

Heil og sæl og til hamingju. Þú þarft ekki aðra staðfestingu en jákvætt þungunarpróf áður en þú ferð í mæðraskoðun. Þú skal núna panta tíma á þinni heilsugæslustöð, það er passlegt að koma í fyrstu skoðun í kringum tólf vikur. Mæðraskoðun kostar ekkert en ef þú velur að fara í hnakkaþykktarmælingu þá kosta það. Ljósmóðirin þín talar örugglega um það við þig. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
27. mars 2015