Hvað er full meðganga?

06.08.2008

Sælar:)

Ég var að spá, hérna á síðunni ykkar segir að barnið sé orðið fullburða við 38 vikur. Ljósan mín segir það sama en ég fór á foreldranámskeið fyrir nokkrum vikum síðan og þar sagði ljósan að full meðganga væri 37-42 vikur. Einnig lá ég inni á LSH í nokkra daga og bæði læknarnir þar og ljósurnar töluðu um að full meðganga væri 37-38 vikur.

Hvort er rétt?


Sæl og blessuð!

Ég sé að það auðvelt að misskilja þetta hérna á síðunni hjá okkur. Þegar talað er um viku 38 þá er átt við 37+1 til 38+0 og þar segir að barnið sé fullburða í upphafi vikunnar þ.e. þegar það er fullar 37 vikur. Ef barn fæðist fyrir 37 vikur, þ.e. 36+6 daga þá er um fyrirbura að ræða en eftir það er um fullburða barn að ræða.

Vona að þetta skýri málið.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. ágúst 2008.