Spurt og svarað

27. febrúar 2007

Hvað er gert í mæðravernd?

Sælar og takk kærlega fyrir góðan vef.

Nú er ég bara komin 7 vikur og mánuður í fyrstu skoðun hjá ljósmóður. Málið er að ég hef heyrt að það sé svo mismunandi hvað ljósmæður geri í þessum skoðunum. Ég þekki meira að segja mörg dæmi þess þar sem konur þurftu hreinlega að biðja um blóðprufur og allan þann pakka. Ég er ekki alveg nógu hress með þetta og til þess að geta verið tilbúin af ég skildi lenda á einni svona þá langaði mig til að vita nákvæmlega (eða eins nákvæmlega og hægt er) hver rútínan er í skoðunum, hvað er verður að vera gert og hvað er aukalega gert.

Með von um allt of nákvæmt svar ;)

Kveðja, Tinna.


Sæl og blessuð!

Hér á síðunni eru upplýsingar um hvað er gert í mæðravernd svo þú ættir að geta lesið þér til. Það eru ákveðnar blóðprufur sem eru alltaf teknar hjá öllum konum en svo fer það eftir ástandi hinnar verðandi móður hvort aðrar blóðprufur eru teknar. Ljósmæður í mæðravernd vinna allar eftir sömu aðferðum í grundvallaratriðum.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. febrúar 2007.


 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.