Áhrif lyfja á þungunarpróf

20.03.2012
Er vitað til þess að lyfið Concerta geti haft áhrif á niðurstöðu þungunarprófa?

Það er ólíklegt að lyf hafi áhrif á niðurstöðu þungunarprófa. Eina þekkta undantekningin eru lyf sem innihalda þungunarhormónið hCG en slík lyf eru oft notuð við tæknifrjóvganir.  Þessi lyf geta valdið því að  falskt jákvæð niðurstaða kemur fram á þungunarprófi í viku eftir að lyfin eru gefin.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. mars 2012.