Spurt og svarað

22. september 2006

Hvað er legbotn og hvernig er hann mældur?

Hæ, hæ!

Mig langar að spyrja hvað legbotn er og hvernig hann er mældur í mæðraskoðun. Þarf maður nokkuð að fara úr einhverju?

Með fyrifram þökk og von um svar, ein sem er ekki að skilja.


Sæl og takk fyrir að spyrja að þessu!

Stundum göngum við heilbrigðisstarfsfólk út frá því að allir skilji orðalagið sem við notum og þetta er gott dæmi um það. Legbotn er nefnilega efsti hluti legsins, toppurinn á kúlunni. Legbotnshæð er mæld frá efri brún lífbeins og að legbotni, þ.e. toppnum á kúlunni. Legbotnshæð í sm á nokkurn veginn að vera sú sama og meðgöngulengd, t.d. við 20 vikna meðgöngu er legbotnshæð um 20 sm, þ.e. kúlan nær u.þ.b. að nafla. Þú þarf ekki að fara úr neinu þegar legbotnshæðin er mæld en þú þarft að taka upp peysuna og smokra buxunum aðeins neðar þannig að ljósmóðirin geti fundið lífbeinið þitt og efsta hluta kúlunnar.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. september 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.