Hvað langt komin?

09.04.2015

Hæ hæ svo er mál að vexti að ég er ung með 1 barn og virðist vera ólétt af mínu öðru, í seinustu meðgöngu varð ég ólétt í nóvember og fór á blæðingar þrisvar eftir það en komst að óléttunni í janúar, núna voru seinast blæðingar 23 mars, ég er búinn að vera með ógleði í um 2 vikur og óléttu próf kemur sterklega jákvætt. Hvernig veit ég hversu sirka langt ég er kominn? Og hvernig byrja ég á þessu ferli? :)


 
Sæl og blessuð og til hamingju, þú miðar alltaf við fyrsta dag síðustu blæðinga þegar þú reiknar út meðgöngulengd þína. Þar sem það virðist ekki virka fyrir þig ráðlegg ég þér að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni, þeir eru yfirleitt með sónartæki hjá sér og geta skoðað þig. Þú getur líka farið þá leið að tala við ljósmóður á þeirri heilsugæslustöð sem þú tilheyrir. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
9. apríl 2015