Spurt og svarað

09. ágúst 2007

Hvað telst vera áhættumeðganga?

Sælar og takk fyrir fræðandi vef.

Mig langar að spyrja hvað telst vera áhættumeðganga? Hvaða þættir þurfa að vera til staðar svo um áhættumeðgöngu sé að ræða?

Takk. Ein áhyggjufull.

 


 

Sæl og blessuð og takk fyrir að leita til okkar!

Það telst vera áhættumeðganga þegar vissir áhættuþættir eru til staðar. Þessir áhættuþættir geta verið undirliggjandi sjúkdómar hjá móður s.s. sykursýki eða flogaveiki, vandamál sem koma upp á hjá móður á meðgöngu s.s. háþrýstingur eða meðgöngueitrun. Einnig geta vandamál hjá barninu gert það að verkum að meðgangan telst vera áhættumeðganga. Tvíburameðganga eineggja tvíbura flokkast sem áhættumeðganga. Einnig getur meðganga flokkast sem áhættumeðganga ef vissir áhættuþættir hafa verið til staðar í síðustu meðgöngu eða fæðingu s.s. fæðing fyrir tímann.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en ætti kannski að gefa einhverja hugmynd. Sjá einnig umfjöllun um mæðravernd fyrir konur í áhættumeðgöngu á vef LSH.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.