Hve margir keisarar eru í lagi?

07.11.2014

Hve marga keisara er almennt talað um að sé í lagi að gera?Hef farið í þrjá nú þegar en langar í fleiri börn?

mbk KeisaramammaKæra keisaramamma, takk fyrir að leita til okkar, oft hefur verið talað um þrjá en mér er ekki kunnugt um neinar reglur um þetta. Margar konur hafa farið oftar og allt gengið vel.
Þetta er sérsvið fæðingalækna og ef þig langar í fleiri börn ráðlegg ég þér að fara í viðtal til fæðingalæknis og ræða málin.
 
Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur